Nozoil auðveldar starfsemi nefsins. Auk þess að mýkja myndar Nozoil verndarfilm á slímhúðinni og verndar þannig gegn framandi ögnum eins og ofnæmisvökum. Flestar ofnæmisvaldandi sameindir eru prótein sem leysast upp í vatni í slímuhúð nefsins. Vatnsleysanleg prótein leysast ekki upp í olíu. Með því að bera á olíu geta prótein eins og frjókorn bundist í olíunni og síðan verið flutt burt af bifhárunum í nefinu. Frumur nefsins verjast þannig betur og ofnæmisviðbrögð geta minnkað.